>> Verð

Kostnaður við ökunám ræðst aðallega af fjölda og verðlagningu verklegra tíma sem viðkomandi þarf að taka. Lágmarksfjöldi verklegra tíma er 15 kennslustundir (bundið í reglur) og algengast er að teknir séu 16-20 tímar. Annar kostnaður felst í greiðslum til ökuskóla vegna bóklegs náms og greiðslu próftökugjalda.Verðdæmið hér fyrir neðan miðast við okkar verðlagningu á verklegri kennslu sem er nú kr. 10.000.- fyrir hverja kennslustund (45 mín greitt eftir hverja 4 tíma).

Verðdæmi

Verkleg kennsla m.v. 15 ökutímar 150.000 krónur
Ökuskóli 1 og 2 27.000 krónur
Ökuskóli 3 (ökugerði) 39.600 krónur
Bóklegt próf (gjald til Frumherja) 3.800 krónur
Verklegt próf (gjald til Frumherja) 10.400 krónur
Samtals 230.800 krónur


Fyrir æfingaakstur er ætlast til að teknir séu 10 ökutímar og skylda er að ljúka fyrri hluta ökuskóla. Algengast er að kostnaðurinn við að afla sér leyfis til æfingaaksturs sé þannig rúmlega helmingur af heildarkostnaði við ökunámið eða 100.000 kr.+ 13.500 fyrir ökuskóla 1.